Verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Verndarsvæði í byggð á Blönduósi

TGJ hefur nú útbúið tillögu að verndarsvæði í byggð á Blönduósi, sem tekur til gamla bæjarkjarnans og Klifamýrarinnar. Þetta er heilmikið plagg sem nú hefur verið sett í auglýsingarferli til 4. apríl nk. Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu með því að smella á tengilinn. http://www.blonduos.is/is/frettir/verndarsvaedi-i-byggd-auglysing
Nánar
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um viðbætur á fólksteljurum frá Eco Counter sem staðsettir eru í Grasagarðinum í Laugardalnum. Með þessum samning styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar á göngu- og reiðhjólastígum höfuðborgarinnar.
Nánar
Verndarsvæði í byggð – gamli bæjarhlutinn á Blönduósi

Verndarsvæði í byggð – gamli bæjarhlutinn á Blönduósi

Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni. Nú er TGJ Teiknistofa að leggja loka hönd á tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarhlutinn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð að beiðni sveitarstjórn Blönduósbæjar. Þann 17. janúar sl. var að því tilefni haldinn seinni íbúafundur á vegum TGJ og sveitastjórnar með íbúum og öðrum hlutaðilum til að kynna drög að tillögu um verndarsvæði.
Nánar
Samningur við Fjarðabyggð um teljara

Samningur við Fjarðabyggð um teljara

Í dag gerði TGJ samning við Fjarðabyggð um uppsetningu á teljara til talningar á ferðamönnum í fólkvangnum í Neskaupsstað. Farið verður í þá uppsetningu snemma á nýju ári
Nánar
Teljarar í Þjóðgarðinn á Þingvöllum

Teljarar í Þjóðgarðinn á Þingvöllum

Í síðustu viku voru settir upp teljarar á Þingvöllum. Er þetta hluti af teljurum sem áætlað er að setja upp í Þjóðgarðinum. Teljurunum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer um Þjóðgarðinn á hverjum degi.
Nánar
Teljari við Grábrók fyrir UST

Teljari við Grábrók fyrir UST

Um helgina var settur upp teljari fyrir Umhverfisstofnun til að telja þá ferðamenn sem ganga upp á Grábrók í Borgarfirði. Er þetta einn af mörgum teljurum sem TGJ hefur sett upp fyrir UST víðsvegar um landið í þeim tilgangi að telja umferð ferðamanna á svæðum í umsjá þeirra og koma þeim talningargögnum til þeirra í rauntíma.
Nánar
Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra staðfesti, að veittri um­sögn Minja­stofn­un­ar Íslands, í dag til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við vog­inn". Er tillagan unnin af TGJ og er fyrsta tillaga um Verndarsvæði í byggð sem tekin er til staðfestingar. Ritað var und­ir sam­komu­lagið við Djúpa­vogs­höfn að viðstödd­um sveit­ar­stjóra Djúpa­vogs, Gauta Jó­hann­es­syni, ásamt full­trú­um úr sveit­ar­stjórn. Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra. Við mat á til­lögu Djúpa­vogs­hrepps um vernd­ar­svæði í byggð hef­ur Minja­stofn­un litið til eft­ir­tal­inna þátta: Af­mörk­un­ar, vernd­ar­svæðis, gagna sem liggja til grund­vall­ar grein­ar­gerð sem fylg­ir til­lög­unni, þ.m.t. forn­leif­a­skrán­ing­ar, húsa­könn­un­ar, mats á varðveislu­gildi og skil­mála um vernd­un og upp­bygg­ingu inn­an marka vernd­ar­svæðis­ins. Í um­sögn Minja­stofn­un­ar seg­ir: „Til­laga sveit­ar­stjórn­ar Djúpa­vogs­hrepps að vernd­ar­svæði í byggð er að mati…
Nánar