Nemendur arkitektadeildar Cornell-háskóla í New York í námsferð til Íslands

Starfsfólk TGJ teiknistofu var í síðustu viku á Djúpavogi en þar fór fram vinna milli arkitektadeildar Cornell-háskóla í New York, Djúpavogshrepps og teiknistofunnar. TGJ hefur um árabil verið skipulagsráðgjafi Djúpavogshrepps og hafði því aðkomu að því að nemendur Cornell ynnu verkefni í sveitarfélaginu. Það verður mjög spennandi að sjá afraksturinn í maí nk.