Talningar

Home / Talningar

 

 

 

Teljarar kynning september 2019

 

 

 

 

 

 
Í ágúst 2019 var gengið frá samningi við sveitarfélögin innan Höfuðborgarsvæðisins á örum áfanga á teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög áætla að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa nýtast sem nauðsynlegt hjálpartæki til frekari uppbyggingar stígakerfis innan Höfuðborgarsvæðisins.

 

Í byrjun júní  2019 var settur upp teljari frá okkur á Vestfjörðum. Var hann settur upp í hinum fjölsótta Raggagarði í Súðavík og er honum ætlað er að telja umferð gesta sem um garðinn fara.

 

 

Í maí 2019 var settur upp fólksteljari við göngustíginn sem er vestan við Goðafoss á nýju og endurbættu svæði við fossinn. Fyrir er fólksteljari að austanverðu og verður því með þessum nýja teljara komin heilstæð rauntímatalning á þeim sem sækja þennan fallega foss heim.

 

 

Í febrúar 2019 bættist við  enn einn fólksteljari á höfuðborgarsvæðið. Er hann staðsettur á gönguleið við Vífilsstaðavatn – Garðabæ. Er þessi einn af mörgum rauntímateljurum sem settir hafa verið upp hjá sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að efla talningu á umferð göngu- og hjólreiðafólks.

 

 

 

 

Í september 2018 var settur upp teljarar fyrir WorldClass í Sundlaug Akureyrar. Er þetta teljari til talningar á umferð fólks milli laugar og æfingarsvæðis.

 

Í júlí 2018 bættist við  enn einn fólksteljari á höfuðborgarsvæðið. Er hann staðsettur á gönguleið í Búrfellsgjá – Garðabæ. Er þessi einn af mörgum rauntímateljurum sem settir verða upp hjá sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að efla talningu á umferð göngu- og hjólreiðafólks á næstu misserum.

 

Í júní 2018 var gengið frá samningi við sveitarfélögin innan Höfuðborgarsvæðisins á teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög áætla að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan Höfuðborgarsvæðisins.    Uppsetningu 1. áfanga lauk í september 2018.

 

Í júní 2018 var settur upp fólksteljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur – Húnavatnssýslu. Er honum ætlað að telja alla þá er sækja kirkjuna og Klaustursstofu heim. Er þetta nauðsynlegt hjálpartæki við þá vinnu sem verið er að vinna vegna gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem og fyrir sóknarnefnd kirkjunar til allrar skipulagningar fyrir svæðið í framtíðinni.

 

Í maí 2018 settu starfsmenn TGJ upp einn nákvæmasta fólksteljara úr Eco-Counter fjölskyldunni í Laugardalslaug. Er þetta viðbót við þá teljara sem settir voru upp í vetur og er þessum ætlað að halda utan um alla þá er sækja Laugardalslaug heim.

 

 

Í apríl 2018 var settur upp teljari í fólkvanginum í Neskaupsstað. Það er Fjarðabyggð sem setur þennan teljara upp til talningar á ferðamönnum í fólkvangnum í Neskaupsstað.Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer um fólkvanginn.

 

 

Í mars 2018 voru teljarar frá Eco Counter í Grasagarðinum í Laugardalnum tengdir inn á teljarakerfi Reykjavíkurborgar. Með þessum viðbótum styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar á göngu- og reiðhjólastígum höfuðborgarinnar enn þá frekar.

 

 

Í mars 2018 voru settir upp teljarar fyrir Laugardalslaug. Eru þetta teljarar til talningar á umferð fólks um svæði Laugardalslaugar.

 

 

 

Í nóvember 2017 var setttur upp telj­ari við Grábrók í Borgarfirði fyrir UST. Teljarinn tel­ur alla þá sem leggja leið sína upp göngustíginn frá bílastæðinu upp á Gráborg. Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem gengur upp á Grábrók.

 

 

Þingvellir teljaramyndÍ nóvember 2017 voru settir upp teljarar í Þjóðgarðinum á Þingvöllum . Er þetta hluti af teljurum sem áætlað er að setja upp í Þjóðgarðinum. Teljurunum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer um Þjóðgarðinn.

 

 

 

 

20170715_213306Í júní 2017 voru settir upp teljarar á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Er þetta hluti af fyrirhuguðum teljurum sem Reykjavíkurborg áætlar að setja upp. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.

 

 

Gullfoss mynd

Í maí 2017 var settur upp telj­ari við Gullfoss fyrir UST. Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga frá þjónustuhúsinu niður að útsýnispallinum við Gullfoss. Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem er við Gullfoss.

 

 

 

 

957107

Í apríl 2017 var settur upp telj­ari í Dimmu­borg­um í Mý­vatns­sveit fyrir UST. Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga inn um aðal­hliðið niður í borg­irn­ar. Teljaranum er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks sem fer í Dimmuborgir.