Fréttir

Home / Fréttir
Teljarar settir upp á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar

Teljarar settir upp á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar

Settir hafa verið upp teljarar á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Er þetta hluti af fyrirhuguðum teljurum sem Reykjavíkurborg áætlar að setja upp. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Nánar
Teljarar á reiðhjóla- og göngustíga Reykjavíkurborgar

Teljarar á reiðhjóla- og göngustíga Reykjavíkurborgar

Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um Eco-Counter teljara sem staðsettir verða á reiðhjóla- og göngustígakerfi borgarinnar. Með því móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Nánar
Unnið við uppsetningu ferðamannateljara víða um land

Unnið við uppsetningu ferðamannateljara víða um land

Sett­ur var upp telj­ari í Dimmu­borg­um í Mý­vatns­sveit í gær af starfsmanni TGJ. Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga inn um aðal­hliðið niður í borg­irn­ar. Fyr­ir var telj­ari sem tel­ur bíla sem koma í Dimmu­borg­ir. Mæl­ir­inn er fær­an­leg­ur og er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks á friðlýst­um svæðum á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Byrjað er í Dimmu­borg­um en svo fer mæl­ir­inn á flakk. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un. Mæl­ir­inn er fær­an­leg­ur og er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks á friðlýst­um svæðum á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Byrjað er í Dimmu­borg­um en svo fer mæl­ir­inn á flakk. „Upp­lýs­ing­arn­ar nýt­ast til að sjá hvenær fólk er flest í Dimmu­borg­um. Við get­um nýtt þær upp­lýs­ing­ar til að ákv­arða hvenær við vilj­um hafa land­vörð á svæðinu, hvenær við vilj­um bjóða upp á…
Nánar
Skráning fjölda gesta á ferðamannastöðum

Skráning fjölda gesta á ferðamannastöðum

Skráning fjölda gesta á ferðamannastöðum Við gerð skipulagsáætlana á ferðamannasvæðum hefur starfsfólk TGJ - Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur fundið mjög fyrir skorti á áreiðanlegum upplýsingum um fjölda gesta á viðkomandi svæðum og dreifingu þeirra í tíma. Þar sem hér er um að ræða eina veigamestu forsendu skipulagsgerðar fyrir ferðamannasvæði, er hætt við að skipulagsgerð og áætlanagerð verði ómarkvissari fyrir vikið, og ráðstöfun tíma og fjármuna lakari. Til að bregðast við þessu hefur TGJ, í samstarfi við PRS-ráðgjöf, unnið að þróun aðferða sem miða að því að skrá fjölda gesta á hinum ýmsu stöðum víðsvegar um land, greina þarfir viðkomandi svæða og móta forsendur varðandi skipulagsgerð. TGJ ætlar að bjóða sveitarfélögum, stofnunum, félögum og einstaklingum upp á þjónustu sem felur í sér sjálfvirka skráningu á fjölda gesta á ferðamannastöðum. Með þar til…
Nánar
Jóla- og áramótakveðja TGJ

Jóla- og áramótakveðja TGJ

TGJ - Teiknistofa óskar ykkur öllum, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Nánar
Teigarhorn – gerð deiliskipulags

Teigarhorn – gerð deiliskipulags

Árið 2013 keypti Ríkissjóður Íslands jörðina Teigarhorn í Berufirði (í Djúpavogshreppi). Jörðin er heimsþekktur fundarstaður geislasteina (zeolíta) og var hluti hennar friðaður sem náttúruvætti árið 1975. Eftir kaup ríkisins var öll jörðin friðlýst sem fólkvangur og síðastliðin ár hefur verið unnið með markvissum hætti að uppbyggingu innviða á svæðinu. Hluti af þeirri vinnu er gerð deiliskipulags, sem er í höndum TGJ og stefnt er að fari í auglýsingu snemma á næsta ári.
Nánar