Kynning á tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs – 3D

Síðastliðinn föstudag var fyrsta kynning á Djúpavogi 3D. En um er að ræða gagnvirkan tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs. Verkefnið er unnið í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi og það er frábært að geta boðið íbúum upp á að upplifa framtíðarsýnina með þessum hætti. Þetta verkefni er hluti af rannsóknarverkninu Cities that Sustain Us, sem er í gangi innan Háskólans í Reykjavík og er m.a. unnið í samstarfi við TGJ og Djúpavogshrepp. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum og TGJ leggur mikla áherslu á að nýta þessa öflugu tækni og gera gagnvirkan sýndarveruleika að raunverulegri nálgun við gerð hönnun og mótun skipulags.

Hér má fræðast meira um Djúpavog 3D – þetta er grein af vef Djúpavogshrepps.

https://djupivogur.is/Frettir/Adalvefur/Djupivogur-3-D-