Páll Líndal

Páll Jakob Líndal – eigandi – doktor í umhverfissálfræði

Páll er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Páll hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum og verkefnum er snúa að verndun byggingararfsins, s.s. uppmælingum og gerð húsakannana, auk þess að vinna að sálfræðilegum rannsóknum.