TGJ hefur hannað Smáhýsi sem eru frá 25 fermetrum að stærð og teiknuð af Henning Kipper arkitekt. Smáhýsin eru hugsuð þannig að auðvelt sé að aðlaga þau að stærð og þörf kaupanda. Um er að ræða heilsárs hús og höfum við það að leiðarljósi að þau falli vel inn í íslenskar aðstæður, umhverfi og náttúru.