Guðrún Jónsdóttir arkitekt FAÍ
Eigandi og ábyrgðarmaður TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur.
Menntun:
Stúdentspróf frá MR 1955.
Nám í jarðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1955 – 1956.
Lokapróf í húsagerðarlist frá Det kongelige akademi í Kaupmannahöfn 1963.
Starfsferill:
Vann á teiknistofu prófessors Poul Kjærgård 1962 og prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred 1963 – 1966.
Kennari við inntökupróf og stundakennari við Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn 1964 – 1966.
Rak ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen teiknistofuna Höfða 1967 – 1979.
Forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar 1979 – 1980.
Forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur 1980 – 1984.
Hefur rekið TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur frá 1984.
Önnur störf:
Formaður Torfusamtakanna 1972 – 1979.
Sat í norrænni ráðgjafarnefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972 – 1984.
Sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969 – 1973, þar af formaður 1970 – 1972.
Sat í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974 – 1976.
Sat í nefnd Rannsóknarráðs ríkisins um stöðu og þróun byggingariðnaðar 1979 – 1981.
Sat í framkvæmdanefnd á vegum forsætisráðherra um könnun á framtíðarhorfum á Íslandi næsta aldarfjórðunginn 1984 – 1986.
Sat í Skipulagsstjórn ríkisins 1985 – 1990.
Varaborgarfulltrúi, síðar borgarfulltrúi Nýs vettangs í Reykjavík 1990 – 1994.
Sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990 – 1998.
Yfirmaður 13. umdæmis hinnar alþjóðlegu Zontareglu (Danmörk, Ísland, Noregur) 1990 – 1992
Varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlista 1994 – 2002.
Formaður ferlinefndar félagsmálaráðuneytisins frá 1991 til margra ára.
Sat í Náttúruverndarráði 1993 – 1996.
Formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994 – 2002.
Formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og byggingarnefndar Grófarhúss.
Formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998.
Sat í faghópi á vegum framkvæmdarstjórnar 1. hluta Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á árunum 1999 – 2003.
Viðurkenningar:
Verðlaun, ásamt öðrum, í samkeppni um skipulag nýs borgarhluta í Álaborg 1965.
Viðurkenning fyrir tillögu í samkeppni um kirkju í Laugarási 1966.
Hlaut á árunum 1970 – 1979 þriðju verðlaun, ásamt öðrum, fyrir tillögu að viðbyggingu við Flensborgarskóla.
Önnur verðlaun fyrir skipulag Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Verðlaun fyrir íbúðabyggð á Eiðsgranda.
Verðlaun, ásamt öðrum, fyrir tillögu að endurlífgun Bernhöftstorfunnar.
Verðlaun úr Minningarsjóði Sigurðar Guðmundssonar fyrir tillöguna Þáttur Þingholta í þróun vaxandi borgar.
Fyrstu verðlaun, ásamt öðrum, í samkeppni um miðbæ í Mosfellsbæ 1984.
Fyrstu verðlaun, ásamt öðrum, í samkeppni um Arnarhól 1985.
Verðlaun í samkeppninni Ísland árið 2018 1997.
Viðurkenning, ásamt öðrum, í boðskeppni um deiliskipulag Naustahverfis á Akureyri 1997.