Stefán J.K. Jeppesen – eigandi – framkvæmdarstjóri
Stefán er með próf í húsa- og húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og Tækniskólanum í Reykjavík . Hann hefur í gegnum tíðina unnið að ýmsum sérverkefnum tengdum m.a. hönnun, endurgerð bygginga og svæða. Stefán hefur áralanga reynslu af garðyrkju og verkefnum er snúa að gróðri og áhrifum gróðurs við umhverfi fólks t.d. á heimilum, vinnustöðum og stofnunum. Stefán hefur komið að og stjórnað rekstri ýmissa fyrirtækja í gegnum árin.