Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um Eco-Counter teljara sem staðsettir verða á reiðhjóla- og göngustígakerfi borgarinnar. Með því móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.