Ný kynslóð göngu-, reiðhjóla- og farartækjateljara 2020….. EVO

Ný kynslóð göngu-, reiðhjóla- og farartækjateljara 2020….. EVO

Eruð þið tilbúin fyrir að landar ykkar og erlendir ferðamenn sem sækja landið heim fari að ferðast um og heimsækja ferðamannastaði vítt og breytt um landið, flæða um göngu- og hjólastíga í bæjum og sveitum án þess að gera ykkur nokkra grein fyrir fjölda þeirra sem um þá fara eða á svæðin koma? Það erum við með nýrri kynslóð rauntímateljara... "EVO" frá Eco-Counter! Smærri, öflugri, tæknilegri og hraðvirkari! Fáðu upplýsingar hjá okkur á netfanginu tgj@tgj.is
Nánar
Stórleg fækkun á ferðamönnum frá fyrri árum

Stórleg fækkun á ferðamönnum frá fyrri árum

Hér má sjá hvernig rauntímateljararnir okkar frá Eco-Counter hafa talið síðan vorið 2017 umferð ferðamanna á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Hér má sjá línurit fyrir árið 2017,2018, 2019 og það sem af er 2020 (græna línan) og þar kemur berlega í ljós algjört hrun á ferðamönnum síðustu viku(r).
Nánar
Teljarar fyrir Umhverfisstofnun

Teljarar fyrir Umhverfisstofnun

Í febrúar 2020 tók Umhverfistofnum yfir fólksteljarana sem eru við göngustígana austan og vestan við Goðafoss sem við hjá TGJ höfðum komið fyrir 2017 og 2019. Með þessari viðbót rauntímateljara frá frá Eco-Counter sem Umhverfisstofnum hefur yfir að ráða, er UST mun nær því en fyrr að vinna með rauntímagögn á svæðum sem eru í hennar umsjá.
Nánar
Enn styrkist teljaranetið á göngu- og reiðhjólastígum Höfuðborgarsvæðisins.

Enn styrkist teljaranetið á göngu- og reiðhjólastígum Höfuðborgarsvæðisins.

Í ágúst 2019 var gengið frá samningi við sveitarfélögin innan Höfuðborgarsvæðisins á örum áfanga á teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög áætla að setja upp og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa nýtast sem nauðsynlegt hjálpartæki til frekari uppbyggingar stígakerfis innan Höfuðborgarsvæðisins.
Nánar

Sjálfbærar borgir framtíðarinnar – Borgarland á Djúpavogi í 3D

TGJ í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Djúpavogshrepp, með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði Íslands steig áhugavert skref í vikunni þegar fléttað var saman gerð deiliskipulags í efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi og gagnvirkri tölvugerðri þrívíddartækni ... það er eiginlega bara þannig að sjón er sögu ríkari  . Smelltu hérna til að sjá.  
Nánar
Teljari á Vestfirði

Teljari á Vestfirði

Vestfirðir koma inn á talningarkortið í sumar. Í byrjun júní verður settur upp teljari frá okkur í hinum fjölsótta Raggagarði í Súðavík sem ætlað er að telja umferð gesta sem um garðinn fara.
Nánar
Teljarar við Goðafoss

Teljarar við Goðafoss

Nú í maí verður settur upp fólksteljari við göngustíginn sem er vestan við Goðafoss á nýju og endurbættu svæði við fossinn. Fyrir er fólksteljari að austanverðu og verður því með þessum nýja teljara komin heilstæð rauntímatalning á þeim sem sækja þennan fallega foss heim.
Nánar