Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra staðfesti, að veittri um­sögn Minja­stofn­un­ar Íslands, í dag til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við vog­inn“.

Er tillagan unnin af TGJ og er fyrsta tillaga um Verndarsvæði í byggð sem tekin er til staðfestingar.

Ritað var und­ir sam­komu­lagið við Djúpa­vogs­höfn að viðstödd­um sveit­ar­stjóra Djúpa­vogs, Gauta Jó­hann­es­syni, ásamt full­trú­um úr sveit­ar­stjórn. Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra.

Við mat á til­lögu Djúpa­vogs­hrepps um vernd­ar­svæði í byggð hef­ur Minja­stofn­un litið til eft­ir­tal­inna þátta: Af­mörk­un­ar, vernd­ar­svæðis, gagna sem liggja til grund­vall­ar grein­ar­gerð sem fylg­ir til­lög­unni, þ.m.t. forn­leif­a­skrán­ing­ar, húsa­könn­un­ar, mats á varðveislu­gildi og skil­mála um vernd­un og upp­bygg­ingu inn­an marka vernd­ar­svæðis­ins.

Í um­sögn Minja­stofn­un­ar seg­ir: „Til­laga sveit­ar­stjórn­ar Djúpa­vogs­hrepps að vernd­ar­svæði í byggð er að mati Minja­stofn­un­ar að öllu leyti vel unn­in og ger­ir skil­merki­lega grein fyr­ir öll­um þeim þátt­um sem áskild­ir eru. Að baki til­lög­unni ligg­ur vönduð og ít­ar­leg menn­ing­ar­sögu­leg út­tekt á byggðinni við Vog­inn. Af­mörk­un svæðis­ins er vel rök­studd og tek­ur mið af staðhátt­um og sögu­leg­um sér­kenn­um byggðar­inn­ar.

Skil­mál­ar um vernd og upp­bygg­ingu inn­an vernd­ar­svæðis­ins eru grein­argóðir og til þess falln­ar að mark­mið til­lög­un­ar um vernd­un og svip­mót hinn­ar sögu­legu byggðar nái fram að ganga,”