Nú í maí verður settur upp fólksteljari við göngustíginn sem er vestan við Goðafoss á nýju og endurbættu svæði við fossinn. Fyrir er fólksteljari að austanverðu og verður því með þessum nýja teljara komin heilstæð rauntímatalning á þeim sem sækja þennan fallega foss heim.