Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Fyrstu samanburðartölur milli ára eru farnar að líta dagsins ljós í rauntímateljurunum okkar og sýna tölur allt að 39% færri ferðamenn að meðaltali eru á ferðinni það sem liðið er af apríl á þeim stöðum sem teljarar okkar eru staðsettir. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni sem og á öðrum stöðum þegar fleiri teljarar fara að sýna okkur samanburðargögn víðar um landið. Þetta er kosturinn við rauntímatalningu. Gögnin liggja strax ljós fyrir.