Þessa dagana eru starfsmenn TGJ og Reykjavíkurborgar að leggja lokahönd á uppsetningu á 18 teljurum til talningar á umferð um valda reiðhjóla- og göngustíga víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því er komið fyrir hraðaskynjurum til að mæla hraða hjólreiðafólks um stígana og er það nýmæli að hraði reiðhjóla sé nú sérstaklega mældur kerfisbundið. En með vaxandi reiðhjólamenningu landans má skynja aukna hættu á að hraði reiðhjóla aukist almennt á reiðhjólastígum.