Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018

Minjastofnun Íslands og húsafriðunarnefnd hafa lokið yfirferð þeirra 252 umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði sem bárust stofnuninni þegar auglýst var eftir umsóknum s.l. haust. Þar fengu margar umsóknir sem við hjá TGJ unnum fyrir viðskiptavini okkar jákvæð vilyrði.

Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2018 var 252, en veittir voru 215 styrkir.
Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna.

Nánar má sjá lista yfir allar styrkúthlutanir á meðfylgjandi vefslóð.
http://www.minjastofnun.is/sjodir/husafridunarsjodur/styrkuthlutanir/uthlutanir-styrkja-2018