Í dag var settur upp fólksteljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu. Er honum ætlað að telja alla þá er sækja kirkjuna og Klaustursstofu heim. Er þetta nauðsynlegt hjálpartæki við þá vinnu sem verið er að vinna vegna gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem og fyrir sóknarnefnd kirkjunar til allrar skipulagningar fyrir svæðið í framtíðinni.