Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni.
Nú er TGJ Teiknistofa að leggja loka hönd á tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarhlutinn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð að beiðni sveitarstjórn Blönduósbæjar. Þann 17. janúar sl. var að því tilefni haldinn seinni íbúafundur á vegum TGJ og sveitastjórnar með íbúum og öðrum hlutaðilum til að kynna drög að tillögu um verndarsvæði.