Uppsetning ferðamannateljara víða um land

Sett­ur var upp telj­ari í Dimmu­borg­um í Mý­vatns­sveit í gær af starfsmanni TGJ. Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga inn um aðal­hliðið niður í borg­irn­ar. Fyr­ir var telj­ari sem tel­ur bíla sem koma í Dimmu­borg­ir. Mæl­ir­inn er fær­an­leg­ur og er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks á friðlýst­um svæðum á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Byrjað er í Dimmu­borg­um en svo fer mæl­ir­inn á flakk. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un.

Mæl­ir­inn er fær­an­leg­ur og er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks á friðlýst­um svæðum á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Byrjað er í Dimmu­borg­um en svo fer mæl­ir­inn á flakk.

„Upp­lýs­ing­arn­ar nýt­ast til að sjá hvenær fólk er flest í Dimmu­borg­um. Við get­um nýtt þær upp­lýs­ing­ar til að ákv­arða hvenær við vilj­um hafa land­vörð á svæðinu, hvenær við vilj­um bjóða upp á fræðslu­göng­ur til að ná til sem flestra og ekki síst mun koma í ljós hvenær mann­fjölda­álag fer að valda nei­kvæðum áhrif­um á nátt­úruf­ar, t.d. ef gróðurþekja við stíg­ana fer að rofna,“ seg­ir Davíð Örvar Han­sen, sér­fræðing­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar í Mý­vatns­sveit, í til­kynn­ingu.

Sam­kvæmt mæl­ing­um lögðu yfir 350.000 manns leið sína í Dimmu­borg­ir á síðasta ári.