Í dag var gengið frá sölu til sveitarfélaga innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á fyrirhuguðum talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög ákváðu að setja upp og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan Höfuðborgarsvæðisins. Áætluð verklok við uppsetningu er september 2018.