Verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Uncategorized
TGJ hefur nú útbúið tillögu að verndarsvæði í byggð á Blönduósi, sem tekur til gamla bæjarkjarnans og Klifamýrarinnar. Þetta er heilmikið plagg sem nú hefur verið sett í auglýsingarferli til 4. apríl nk. Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu með því að smella á tengilinn. http://www.blonduos.is/is/frettir/verndarsvaedi-i-byggd-auglysing
Read More
Uncategorized
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um viðbætur á fólksteljurum sem staðsettir eru í Grasagarðinum í Laugardalnum. Með þessum samning styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar á göngu- og reiðhjólastígum höfuðborgarinnar.
Read More
Verndarsvæði í byggð – gamli bæjarhlutinn á Blönduósi

Verndarsvæði í byggð – gamli bæjarhlutinn á Blönduósi

Uncategorized
Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni. Nú er TGJ Teiknistofa að leggja loka hönd á tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarhlutinn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð að beiðni sveitarstjórn Blönduósbæjar. Þann 17. janúar sl. var að því tilefni haldinn seinni íbúafundur á vegum TGJ og sveitastjórnar með íbúum og öðrum hlutaðilum til að kynna drög að tillögu um verndarsvæði.
Read More
Teljari við Grábrók fyrir UST

Teljari við Grábrók fyrir UST

Uncategorized
Um helgina var settur upp teljari fyrir Umhverfisstofnun til að telja þá ferðamenn sem ganga upp á Grábrók í Borgarfirði. Er þetta einn af mörgum teljurum sem TGJ hefur sett upp fyrir UST víðsvegar um landið í þeim tilgangi að telja umferð ferðamanna á svæðum í umsjá þeirra og koma þeim talningargögnum til þeirra í rauntíma.
Read More
Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Uncategorized
Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra staðfesti, að veittri um­sögn Minja­stofn­un­ar Íslands, í dag til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við vog­inn". Er tillagan unnin af TGJ og er fyrsta tillaga um Verndarsvæði í byggð sem tekin er til staðfestingar. Ritað var und­ir sam­komu­lagið við Djúpa­vogs­höfn að viðstödd­um sveit­ar­stjóra Djúpa­vogs, Gauta Jó­hann­es­syni, ásamt full­trú­um úr sveit­ar­stjórn. Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra. Við mat á til­lögu Djúpa­vogs­hrepps um vernd­ar­svæði í byggð hef­ur Minja­stofn­un litið til eft­ir­tal­inna þátta: Af­mörk­un­ar, vernd­ar­svæðis, gagna sem liggja til grund­vall­ar grein­ar­gerð sem fylg­ir til­lög­unni, þ.m.t. forn­leif­a­skrán­ing­ar, húsa­könn­un­ar, mats á varðveislu­gildi og skil­mála um vernd­un og upp­bygg­ingu inn­an marka vernd­ar­svæðis­ins. Í um­sögn Minja­stofn­un­ar seg­ir: „Til­laga sveit­ar­stjórn­ar Djúpa­vogs­hrepps að vernd­ar­svæði í byggð er að mati…
Read More