TGJ hefur nú útbúið tillögu að verndarsvæði í byggð á Blönduósi, sem tekur til gamla bæjarkjarnans og Klifamýrarinnar. Þetta er heilmikið plagg sem nú hefur verið sett í auglýsingarferli til 4. apríl nk. Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu með því að smella á tengilinn. http://www.blonduos.is/is/frettir/verndarsvaedi-i-byggd-auglysing
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um viðbætur á fólksteljurum sem staðsettir eru í Grasagarðinum í Laugardalnum. Með þessum samning styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar á göngu- og reiðhjólastígum höfuðborgarinnar.
Í dag gerði TGJ samning um uppsetningar á teljurum á svæði Laugardalslaugar. Þetta eru teljarar til talningar á umferð fólks um svæði Laugardalslaugar.
Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni. Nú er TGJ Teiknistofa að leggja loka hönd á tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarhlutinn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð að beiðni sveitarstjórn Blönduósbæjar. Þann 17. janúar sl. var að því tilefni haldinn seinni íbúafundur á vegum TGJ og sveitastjórnar með íbúum og öðrum hlutaðilum til að kynna drög að tillögu um verndarsvæði.
Í dag gerði TGJ samning við Fjarðabyggð um uppsetningu á teljara til talningar á ferðamönnum í fólkvangnum í Neskaupsstað. Farið verður í þá uppsetningu snemma á nýju ári
Í síðustu viku voru settir upp teljarar á Þingvöllum. Er þetta hluti af teljurum sem áætlað er að setja upp í Þjóðgarðinum. Teljurunum er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks sem fer um Þjóðgarðinn á hverjum degi.
Um helgina var settur upp teljari fyrir Umhverfisstofnun til að telja þá ferðamenn sem ganga upp á Grábrók í Borgarfirði. Er þetta einn af mörgum teljurum sem TGJ hefur sett upp fyrir UST víðsvegar um landið í þeim tilgangi að telja umferð ferðamanna á svæðum í umsjá þeirra og koma þeim talningargögnum til þeirra í rauntíma.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra staðfesti, að veittri umsögn Minjastofnunar Íslands, í dag tillögu um verndarsvæði í byggð á Djúpavogi. Tillagan nefnist „Verndarsvæðið við voginn". Er tillagan unnin af TGJ og er fyrsta tillaga um Verndarsvæði í byggð sem tekin er til staðfestingar. Ritað var undir samkomulagið við Djúpavogshöfn að viðstöddum sveitarstjóra Djúpavogs, Gauta Jóhannessyni, ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn. Djúpavogshreppur er fyrsta sveitarfélagið til að ljúka vinnu við tillögu að verndarsvæði í byggð með staðfestingu ráðherra. Við mat á tillögu Djúpavogshrepps um verndarsvæði í byggð hefur Minjastofnun litið til eftirtalinna þátta: Afmörkunar, verndarsvæðis, gagna sem liggja til grundvallar greinargerð sem fylgir tillögunni, þ.m.t. fornleifaskráningar, húsakönnunar, mats á varðveislugildi og skilmála um verndun og uppbyggingu innan marka verndarsvæðisins. Í umsögn Minjastofnunar segir: „Tillaga sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að verndarsvæði í byggð er að mati…
Þann 11. október sl. stóð TGJ og Blönduósbær fyrir íbúafundi vegna vinnu við Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn á Blönduósi. Góð mæting var á fundinn og höfðu fundargestir margar góðar ábendingar í farteskinu.