Settir hafa verið upp teljarar á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Er þetta hluti af fyrirhuguðum teljurum sem Reykjavíkurborg áætlar að setja upp. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um Eco-Counter teljara sem staðsettir verða á reiðhjóla- og göngustígakerfi borgarinnar. Með því móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Settur var upp teljari í Dimmuborgum í Mývatnssveit í gær af starfsmanni TGJ. Teljarinn telur alla þá sem ganga inn um aðalhliðið niður í borgirnar. Fyrir var teljari sem telur bíla sem koma í Dimmuborgir. Mælirinn er færanlegur og er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar. Byrjað er í Dimmuborgum en svo fer mælirinn á flakk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Mælirinn er færanlegur og er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar. Byrjað er í Dimmuborgum en svo fer mælirinn á flakk. „Upplýsingarnar nýtast til að sjá hvenær fólk er flest í Dimmuborgum. Við getum nýtt þær upplýsingar til að ákvarða hvenær við viljum hafa landvörð á svæðinu, hvenær við viljum bjóða upp á…
TGJ - Teiknistofa óskar ykkur öllum, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Árið 2013 keypti Ríkissjóður Íslands jörðina Teigarhorn í Berufirði (í Djúpavogshreppi). Jörðin er heimsþekktur fundarstaður geislasteina (zeolíta) og var hluti hennar friðaður sem náttúruvætti árið 1975. Eftir kaup ríkisins var öll jörðin friðlýst sem fólkvangur og síðastliðin ár hefur verið unnið með markvissum hætti að uppbyggingu innviða á svæðinu. Hluti af þeirri vinnu er gerð deiliskipulags, sem er í höndum TGJ og stefnt er að fari í auglýsingu snemma á næsta ári.
Þessa dagana er unnið hörðum höndum að gerð tveggja húsakannana, annars vegar í dreifbýli Blönduósbæjar og hins vegar í Húnavatnshreppi. Hér er mynd úr heimsókn á Móberg í Langadal, sem verður meðal efnis í húsakönnun sem nær yfir byggingar reistar fyrir 1950 í dreifbýli Blönduósbæjar.
Fyrir nokkru tók TGJ ehf við rekstri TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur. Eigendur TGJ ehf eru synir Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, þeir Páll Jakob Líndal og Stefán J.K. Jeppesen.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt lést á LSH við Hringbraut aðfararnótt 2. september sl. Af gefnu tilefni vill undirritaður koma því á framfæri að rekstur TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur mun halda áfram í anda Guðrúnar. Páll Jakob Líndal