Fréttir

Sjálfbærar borgir framtíðarinnar – Borgarland á Djúpavogi í 3D

Uncategorized
TGJ í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Djúpavogshrepp, með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði Íslands steig áhugavert skref í vikunni þegar fléttað var saman gerð deiliskipulags í efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi og gagnvirkri tölvugerðri þrívíddartækni ... það er eiginlega bara þannig að sjón er sögu ríkari  . Smelltu hérna til að sjá.  
Read More

Teljari á Vestfirði

Uncategorized
Vestfirðir koma inn á talningarkortið í sumar. Í byrjun júní verður settur upp teljari frá okkur í hinum fjölsótta Raggagarði í Súðavík sem ætlað er að telja umferð gesta sem um garðinn fara.
Read More

Teljarar við Goðafoss

Uncategorized
Nú í maí verður settur upp fólksteljari við göngustíginn sem er vestan við Goðafoss á nýju og endurbættu svæði við fossinn. Fyrir er fólksteljari að austanverðu og verður því með þessum nýja teljara komin heilstæð rauntímatalning á þeim sem sækja þennan fallega foss heim.
Read More

Höfuðborgarsvæðið teljaravæðir göngu- og hjólreiðastígana hjá sér

Uncategorized
Þessa dagana eru starfsmenn TGJ og Reykjavíkurborgar að leggja lokahönd á uppsetningu á 18 teljurum til talningar á umferð um valda reiðhjóla- og göngustíga víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því er komið fyrir hraðaskynjurum til að mæla hraða hjólreiðafólks um stígana og er það nýmæli að hraði reiðhjóla sé nú sérstaklega mældur kerfisbundið. En með vaxandi reiðhjólamenningu landans má skynja aukna hættu á að hraði reiðhjóla aukist almennt á reiðhjólastígum.
Read More

Teljari á gönguleið í Búrfellsgjá – Garðabæ.

Uncategorized
Í dag bættist við  enn einn fólksteljari á höfuðborgarsvæðið. Er hann staðsettur á gönguleið í Búrfellsgjá - Garðabæ. Er þessi einn af mörgum rauntímateljurum sem settir verða upp hjá sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að efla talningu á umferð göngu- og hjólreiðafólks á næstu misserum.
Read More
Húsakönnun í dreifbýli Blönduós

Húsakönnun í dreifbýli Blönduós

Uncategorized
Nú fyrir skömmu lauk starfsfólk TGJ við Húsakönnun í dreifbýli Blönduós. Náði könnunin til allra bygginga innan marka dreifbýlisins, sem byggðar voru árið 1950 eða fyrr og enn eru uppistandandi, – þ.e. samtals 49 bygginga á 17 bújörðum. Var aflað annars vegar upplýsinga um húsakost með vettvangsskoðun og viðræðum við ábúendur jarða, og hins vegar af mikilli yfirlegu yfir skjölum og prentuðum heimildum. Þessa ítarlegu Húsakönnun má sjá hér. Húsakönnun - dreifbýli Blönduósbæjar (Aðal)
Read More
Gengið frá kaupum við sveitarfélög innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins.

Gengið frá kaupum við sveitarfélög innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins.

Uncategorized
Í dag var gengið frá sölu til sveitarfélaga innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á fyrirhuguðum talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög ákváðu að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan Höfuðborgarsvæðisins.    Áætluð verklok við uppsetningu er september 2018.
Read More
Teljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu.

Teljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu.

Uncategorized
Í dag var settur upp fólksteljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu. Er honum ætlað að telja alla þá er sækja kirkjuna og Klaustursstofu heim. Er þetta nauðsynlegt hjálpartæki við þá vinnu sem verið er að vinna vegna gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem og fyrir sóknarnefnd kirkjunar til allrar skipulagningar fyrir svæðið í framtíðinni.
Read More