Fréttir

Kynning á tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs – 3D

Kynning á tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs – 3D

Uncategorized
Síðastliðinn föstudag var fyrsta kynning á Djúpavogi 3D. En um er að ræða gagnvirkan tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs. Verkefnið er unnið í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi og það er frábært að geta boðið íbúum upp á að upplifa framtíðarsýnina með þessum hætti. Þetta verkefni er hluti af rannsóknarverkninu Cities that Sustain Us, sem er í gangi innan Háskólans í Reykjavík og er m.a. unnið í samstarfi við TGJ og Djúpavogshrepp. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum og TGJ leggur mikla áherslu á að nýta þessa öflugu tækni og gera gagnvirkan sýndarveruleika að raunverulegri nálgun við gerð hönnun og mótun skipulags. Hér má fræðast meira um Djúpavog 3D - þetta er grein af vef Djúpavogshrepps. https://djupivogur.is/Frettir/Adalvefur/Djupivogur-3-D-
Read More
Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Uncategorized
Fyrstu samanburðartölur milli ára eru farnar að líta dagsins ljós í rauntímateljurunum okkar og sýna tölur allt að 39% færri ferðamenn að meðaltali eru á ferðinni það sem liðið er af apríl á þeim stöðum sem teljarar okkar eru staðsettir. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni sem og á öðrum stöðum þegar fleiri teljarar fara að sýna okkur samanburðargögn víðar um landið. Þetta er kosturinn við rauntímatalningu. Gögnin liggja strax ljós fyrir.
Read More
Sálfræðileg áhrif byggðs umhverfis á fólk

Sálfræðileg áhrif byggðs umhverfis á fólk

Uncategorized
Skammt er stórra högga á milli ... Páll er aftur mættur á RÚV eftir að hafa verið í útvarpsviðtali fyrr í vikunni. Núna í fréttunum, til að ræða notkun sýndarveruleika við rannsóknir á sálfræðilegum áhrifum byggðs umhverfis á fólk. Núna, eins og stundum áður, er sjón sögu ríkari. >http://www.ruv.is/spila/klippa/umhverfissalfraedi-og-honnun-husa
Read More
Styrkir úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2018.

Styrkir úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2018.

Uncategorized
Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamananstaða fyrir árið 2018 og vegna þriggja ára verkefnaáætlunar landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2018-2020. Þar fengu umsóknir sem við hjá TGJ unnum fyrir viðskiptavini okkar jákvæð vilyrði. Nánar má sjá lista yfir allar styrkúthlutanir á meðfylgjandi vefslóð. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8eb36957-2dcd-11e8-9427-005056bc4d74 https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a96f0d80-2dcd-11e8-9427-005056bc4d74
Read More
Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018

Uncategorized
Minjastofnun Íslands og húsafriðunarnefnd hafa lokið yfirferð þeirra 252 umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði sem bárust stofnuninni þegar auglýst var eftir umsóknum s.l. haust. Þar fengu margar umsóknir sem við hjá TGJ unnum fyrir viðskiptavini okkar jákvæð vilyrði. Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2018 var 252, en veittir voru 215 styrkir. Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna. Nánar má sjá lista yfir allar styrkúthlutanir á meðfylgjandi vefslóð. http://www.minjastofnun.is/sjodir/husafridunarsjodur/styrkuthlutanir/uthlutanir-styrkja-2018
Read More
Nemendur arkitektadeildar Cornell-háskóla í New York í námsferð til Íslands

Nemendur arkitektadeildar Cornell-háskóla í New York í námsferð til Íslands

Uncategorized
Starfsfólk TGJ teiknistofu var í síðustu viku á Djúpavogi en þar fór fram vinna milli arkitektadeildar Cornell-háskóla í New York, Djúpavogshrepps og teiknistofunnar. TGJ hefur um árabil verið skipulagsráðgjafi Djúpavogshrepps og hafði því aðkomu að því að nemendur Cornell ynnu verkefni í sveitarfélaginu. Það verður mjög spennandi að sjá afraksturinn í maí nk.
Read More