Fréttir

Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Uncategorized
Fyrstu samanburðartölur milli ára eru farnar að líta dagsins ljós í rauntímateljurunum okkar og sýna tölur allt að 39% færri ferðamenn að meðaltali eru á ferðinni það sem liðið er af apríl á þeim stöðum sem teljarar okkar eru staðsettir. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni sem og á öðrum stöðum þegar fleiri teljarar fara að sýna okkur samanburðargögn víðar um landið. Þetta er kosturinn við rauntímatalningu. Gögnin liggja strax ljós fyrir.
Read More

Sálfræðileg áhrif byggðs umhverfis á fólk

Uncategorized
Skammt er stórra högga á milli ... Páll er aftur mættur á RÚV eftir að hafa verið í útvarpsviðtali fyrr í vikunni. Núna í fréttunum, til að ræða notkun sýndarveruleika við rannsóknir á sálfræðilegum áhrifum byggðs umhverfis á fólk. Núna, eins og stundum áður, er sjón sögu ríkari. >http://www.ruv.is/spila/klippa/umhverfissalfraedi-og-honnun-husa
Read More
Styrkir úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2018.

Styrkir úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2018.

Uncategorized
Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamananstaða fyrir árið 2018 og vegna þriggja ára verkefnaáætlunar landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2018-2020. Þar fengu umsóknir sem við hjá TGJ unnum fyrir viðskiptavini okkar jákvæð vilyrði. Nánar má sjá lista yfir allar styrkúthlutanir á meðfylgjandi vefslóð. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8eb36957-2dcd-11e8-9427-005056bc4d74 https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a96f0d80-2dcd-11e8-9427-005056bc4d74
Read More
Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2018

Uncategorized
Minjastofnun Íslands og húsafriðunarnefnd hafa lokið yfirferð þeirra 252 umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði sem bárust stofnuninni þegar auglýst var eftir umsóknum s.l. haust. Þar fengu margar umsóknir sem við hjá TGJ unnum fyrir viðskiptavini okkar jákvæð vilyrði. Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2018 var 252, en veittir voru 215 styrkir. Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna. Nánar má sjá lista yfir allar styrkúthlutanir á meðfylgjandi vefslóð. http://www.minjastofnun.is/sjodir/husafridunarsjodur/styrkuthlutanir/uthlutanir-styrkja-2018
Read More
Verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Verndarsvæði í byggð á Blönduósi

Uncategorized
TGJ hefur nú útbúið tillögu að verndarsvæði í byggð á Blönduósi, sem tekur til gamla bæjarkjarnans og Klifamýrarinnar. Þetta er heilmikið plagg sem nú hefur verið sett í auglýsingarferli til 4. apríl nk. Áhugasamir geta glöggvað sig á þessu með því að smella á tengilinn. http://www.blonduos.is/is/frettir/verndarsvaedi-i-byggd-auglysing
Read More
Uncategorized
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um viðbætur á fólksteljurum sem staðsettir eru í Grasagarðinum í Laugardalnum. Með þessum samning styrkist upplýsingakerfi Reykjavíkurborgar varðandi umferðartalningar á göngu- og reiðhjólastígum höfuðborgarinnar.
Read More

Verndarsvæði í byggð – gamli bæjarhlutinn á Blönduósi

Uncategorized
Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni. Nú er TGJ Teiknistofa að leggja loka hönd á tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarhlutinn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð að beiðni sveitarstjórn Blönduósbæjar. Þann 17. janúar sl. var að því tilefni haldinn seinni íbúafundur á vegum TGJ og sveitastjórnar með íbúum og öðrum hlutaðilum til að kynna drög að tillögu um verndarsvæði.
Read More