Í dag gerði TGJ samning við Fjarðabyggð um uppsetningu á teljara til talningar á ferðamönnum í fólkvangnum í Neskaupsstað. Farið verður í þá uppsetningu snemma á nýju ári
Í síðustu viku voru settir upp teljarar á Þingvöllum. Er þetta hluti af teljurum sem áætlað er að setja upp í Þjóðgarðinum. Teljurunum er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks sem fer um Þjóðgarðinn á hverjum degi.
Um helgina var settur upp teljari fyrir Umhverfisstofnun til að telja þá ferðamenn sem ganga upp á Grábrók í Borgarfirði. Er þetta einn af mörgum teljurum sem TGJ hefur sett upp fyrir UST víðsvegar um landið í þeim tilgangi að telja umferð ferðamanna á svæðum í umsjá þeirra og koma þeim talningargögnum til þeirra í rauntíma.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra staðfesti, að veittri umsögn Minjastofnunar Íslands, í dag tillögu um verndarsvæði í byggð á Djúpavogi. Tillagan nefnist „Verndarsvæðið við voginn". Er tillagan unnin af TGJ og er fyrsta tillaga um Verndarsvæði í byggð sem tekin er til staðfestingar. Ritað var undir samkomulagið við Djúpavogshöfn að viðstöddum sveitarstjóra Djúpavogs, Gauta Jóhannessyni, ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn. Djúpavogshreppur er fyrsta sveitarfélagið til að ljúka vinnu við tillögu að verndarsvæði í byggð með staðfestingu ráðherra. Við mat á tillögu Djúpavogshrepps um verndarsvæði í byggð hefur Minjastofnun litið til eftirtalinna þátta: Afmörkunar, verndarsvæðis, gagna sem liggja til grundvallar greinargerð sem fylgir tillögunni, þ.m.t. fornleifaskráningar, húsakönnunar, mats á varðveislugildi og skilmála um verndun og uppbyggingu innan marka verndarsvæðisins. Í umsögn Minjastofnunar segir: „Tillaga sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að verndarsvæði í byggð er að mati…
Þann 11. október sl. stóð TGJ og Blönduósbær fyrir íbúafundi vegna vinnu við Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn á Blönduósi. Góð mæting var á fundinn og höfðu fundargestir margar góðar ábendingar í farteskinu.
Settir hafa verið upp teljarar á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Er þetta hluti af fyrirhuguðum teljurum sem Reykjavíkurborg áætlar að setja upp. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um Eco-Counter teljara sem staðsettir verða á reiðhjóla- og göngustígakerfi borgarinnar. Með því móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Settur var upp teljari í Dimmuborgum í Mývatnssveit í gær af starfsmanni TGJ. Teljarinn telur alla þá sem ganga inn um aðalhliðið niður í borgirnar. Fyrir var teljari sem telur bíla sem koma í Dimmuborgir. Mælirinn er færanlegur og er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar. Byrjað er í Dimmuborgum en svo fer mælirinn á flakk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Mælirinn er færanlegur og er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar. Byrjað er í Dimmuborgum en svo fer mælirinn á flakk. „Upplýsingarnar nýtast til að sjá hvenær fólk er flest í Dimmuborgum. Við getum nýtt þær upplýsingar til að ákvarða hvenær við viljum hafa landvörð á svæðinu, hvenær við viljum bjóða upp á…
TGJ - Teiknistofa óskar ykkur öllum, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.