Fréttir

Home / Fréttir
Húsakönnun í dreifbýli Blönduós

Húsakönnun í dreifbýli Blönduós

Nú fyrir skömmu lauk starfsfólk TGJ við Húsakönnun í dreifbýli Blönduós. Náði könnunin til allra bygginga innan marka dreifbýlisins, sem byggðar voru árið 1950 eða fyrr og enn eru uppistandandi, – þ.e. samtals 49 bygginga á 17 bújörðum. Var aflað annars vegar upplýsinga um húsakost með vettvangsskoðun og viðræðum við ábúendur jarða, og hins vegar af mikilli yfirlegu yfir skjölum og prentuðum heimildum. Þessa ítarlegu Húsakönnun má sjá hér. Húsakönnun - dreifbýli Blönduósbæjar (Aðal)
Nánar
Gengið frá kaupum við sveitarfélög innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins.

Gengið frá kaupum við sveitarfélög innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins.

Í dag var gengið frá sölu til sveitarfélaga innan Höfuðborgarsvæðisins á 19 teljurum og hraðaskynjurum á reiðhjóla- og göngustígakerfi Höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í framhaldi af vinnu með sveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi við kortlagningu á fyrirhuguðum talningarstöðum fyrir teljara sem sveitarfélög ákváðu að setja upp  og samtengja sín á milli. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan Höfuðborgarsvæðisins.    Áætluð verklok við uppsetningu er september 2018.
Nánar
Teljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu.

Teljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu.

Í dag var settur upp fólksteljari hjá Þingeyraklausturskirkju í Austur Húnavatnssýslu. Er honum ætlað að telja alla þá er sækja kirkjuna og Klaustursstofu heim. Er þetta nauðsynlegt hjálpartæki við þá vinnu sem verið er að vinna vegna gerð deiliskipulags fyrir svæðið sem og fyrir sóknarnefnd kirkjunar til allrar skipulagningar fyrir svæðið í framtíðinni.
Nánar
Fullkominn fólksteljari settur upp í Laugardalslaug

Fullkominn fólksteljari settur upp í Laugardalslaug

Í dag settu starfsmenn TGJ upp einn nákvæmasta fólksteljara úr Eco-Counter fjölskyldunni í Laugardalslaug. Er þetta viðbót við þá teljara sem settir voru upp í vetur og er þessum ætlað að halda utan um alla þá er sækja laugina heim.
Nánar
Við erum að vaxa og þróast

Við erum að vaxa og þróast

Við erum að vaxa og þróast og því fylgja ýmsar breytingar. Ein af þeim er að gera smá nafnabreytingu og því verðum við hér eftir TGJ • hönnun • ráðgjöf • rannsóknir.
Nánar
Kynning á tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs – 3D

Kynning á tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs – 3D

Síðastliðinn föstudag var fyrsta kynning á Djúpavogi 3D. En um er að ræða gagnvirkan tölvusýndarveruleika af miðbæjarsvæði Djúpavogs. Verkefnið er unnið í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi og það er frábært að geta boðið íbúum upp á að upplifa framtíðarsýnina með þessum hætti. Þetta verkefni er hluti af rannsóknarverkninu Cities that Sustain Us, sem er í gangi innan Háskólans í Reykjavík og er m.a. unnið í samstarfi við TGJ og Djúpavogshrepp. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum og TGJ leggur mikla áherslu á að nýta þessa öflugu tækni og gera gagnvirkan sýndarveruleika að raunverulegri nálgun við gerð hönnun og mótun skipulags. Hér má fræðast meira um Djúpavog 3D - þetta er grein af vef Djúpavogshrepps. https://djupivogur.is/Frettir/Adalvefur/Djupivogur-3-D-
Nánar
Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Fækkun ferðamanna á norðurlandi það sem liðið er af apríl 2018 í samanburði við sama tíma 2017?

Fyrstu samanburðartölur milli ára eru farnar að líta dagsins ljós í rauntímateljurunum okkar og sýna tölur allt að 39% færri ferðamenn að meðaltali eru á ferðinni það sem liðið er af apríl á þeim stöðum sem teljarar okkar eru staðsettir. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni sem og á öðrum stöðum þegar fleiri teljarar fara að sýna okkur samanburðargögn víðar um landið. Þetta er kosturinn við rauntímatalningu. Gögnin liggja strax ljós fyrir.
Nánar
Sálfræðileg áhrif byggðs umhverfis á fólk

Sálfræðileg áhrif byggðs umhverfis á fólk

Skammt er stórra högga á milli ... Páll er aftur mættur á RÚV eftir að hafa verið í útvarpsviðtali fyrr í vikunni. Núna í fréttunum, til að ræða notkun sýndarveruleika við rannsóknir á sálfræðilegum áhrifum byggðs umhverfis á fólk. Núna, eins og stundum áður, er sjón sögu ríkari. >http://www.ruv.is/spila/klippa/umhverfissalfraedi-og-honnun-husa
Nánar