Fréttir

Teljari við Grábrók fyrir UST

Teljari við Grábrók fyrir UST

Uncategorized
Um helgina var settur upp teljari fyrir Umhverfisstofnun til að telja þá ferðamenn sem ganga upp á Grábrók í Borgarfirði. Er þetta einn af mörgum teljurum sem TGJ hefur sett upp fyrir UST víðsvegar um landið í þeim tilgangi að telja umferð ferðamanna á svæðum í umsjá þeirra og koma þeim talningargögnum til þeirra í rauntíma.
Read More
Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi staðfest af menntamálaráðherra

Uncategorized
Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra staðfesti, að veittri um­sögn Minja­stofn­un­ar Íslands, í dag til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við vog­inn". Er tillagan unnin af TGJ og er fyrsta tillaga um Verndarsvæði í byggð sem tekin er til staðfestingar. Ritað var und­ir sam­komu­lagið við Djúpa­vogs­höfn að viðstödd­um sveit­ar­stjóra Djúpa­vogs, Gauta Jó­hann­es­syni, ásamt full­trú­um úr sveit­ar­stjórn. Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra. Við mat á til­lögu Djúpa­vogs­hrepps um vernd­ar­svæði í byggð hef­ur Minja­stofn­un litið til eft­ir­tal­inna þátta: Af­mörk­un­ar, vernd­ar­svæðis, gagna sem liggja til grund­vall­ar grein­ar­gerð sem fylg­ir til­lög­unni, þ.m.t. forn­leif­a­skrán­ing­ar, húsa­könn­un­ar, mats á varðveislu­gildi og skil­mála um vernd­un og upp­bygg­ingu inn­an marka vernd­ar­svæðis­ins. Í um­sögn Minja­stofn­un­ar seg­ir: „Til­laga sveit­ar­stjórn­ar Djúpa­vogs­hrepps að vernd­ar­svæði í byggð er að mati…
Read More
Teljarar settir upp á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar

Teljarar settir upp á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar

Uncategorized
Settir hafa verið upp teljarar á reiðhjóla- og göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Er þetta hluti af fyrirhuguðum teljurum sem Reykjavíkurborg áætlar að setja upp. Með þessu móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Read More
Teljarar á reiðhjóla- og göngustíga Reykjavíkurborgar

Teljarar á reiðhjóla- og göngustíga Reykjavíkurborgar

Uncategorized
Í dag gerði TGJ samning við Reykjavíkurborg um Eco-Counter teljara sem staðsettir verða á reiðhjóla- og göngustígakerfi borgarinnar. Með því móti verður hægt að fylgjast m.a. með því hvar og hvenær álagið er sem mest í þessu samgöngukerfi, jafnframt sem þær upplýsingar sem teljararnir gefa, nýtast sem gott hjálpartæki til frekari uppbyggingar innan borgarinnar.
Read More
Unnið við uppsetningu ferðamannateljara víða um land

Unnið við uppsetningu ferðamannateljara víða um land

Uncategorized
Sett­ur var upp telj­ari í Dimmu­borg­um í Mý­vatns­sveit í gær af starfsmanni TGJ. Teljarinn tel­ur alla þá sem ganga inn um aðal­hliðið niður í borg­irn­ar. Fyr­ir var telj­ari sem tel­ur bíla sem koma í Dimmu­borg­ir. Mæl­ir­inn er fær­an­leg­ur og er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks á friðlýst­um svæðum á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Byrjað er í Dimmu­borg­um en svo fer mæl­ir­inn á flakk. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un. Mæl­ir­inn er fær­an­leg­ur og er ætlað að gefa upp­lýs­ing­ar um fjölda fólks á friðlýst­um svæðum á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Byrjað er í Dimmu­borg­um en svo fer mæl­ir­inn á flakk. „Upp­lýs­ing­arn­ar nýt­ast til að sjá hvenær fólk er flest í Dimmu­borg­um. Við get­um nýtt þær upp­lýs­ing­ar til að ákv­arða hvenær við vilj­um hafa land­vörð á svæðinu, hvenær við vilj­um bjóða upp á…
Read More